Hér getur þú pantað einkatíma hjá mér þar sem ég kynni þig fyrir Strala Yoga og bý til rútínu sem hentar þér.
Best er að hafa samband við mig til þess að finna tímasetningu og útfærslu sem hentar þér.
Möguleiki er á að hittast í gegnum zoom eða annað snjallforrit ef þú kýst það eða aðstæður bjóða ekki upp á annað.
Auk þess get ég gefið þér ráðleggingar að bættum lífsstíl.
Þessar ráðleggingar geta komið inn á svefn, næringu, hugleiðslu, hreyfingu, hugarfar og aðra hluti eftir því hvar þú ert stödd/staddur í lífinu.
Ráðleggingarnar koma frá minni eigin reynslu, yoganámi og áralöngum áhuga og grufli á hverju sem tengist heilsu og bættum lífsgæðum.