Fyrir um það bil 10 árum síðan ákvað ég að nota einungis hreinar og náttúrulegar hárvörur. Síðan þá hef ég prufað MARGAR misgóðar vörur, en fannst þær aldrei virka jafn vel og þessar „hefðbundnu“ vörur sem ég hafði notað fram að því. Mér fannst svolítið eins og ég þyrfti að velja á milli þess að nota vörur sem virkuðu (og voru fullar af skaðlegum efnum) eða þessar náttúrulegu, sem oft freyddu lítið sem ekkert, var vond lykt af eða einfaldlega virkuðu bara ekki.
Þangað til ég fann Rahua.
Ég keypti Rahua sjampó fyrir tilviljun í skemmtilegri konsept búð í New York fyrir nokkrum árum og fann þá loksins náttúrlega vöru sem virkaði frábærlega fyrir mig.

Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning hér heima, úrvalið af frábærum hreinum vörum hefur aukist og fleiri eru farnir að velja náttúrulega kosti. Með því að bjóða upp á Rahua vörur á Íslandi langar mig að fá enn fleiri til þess að skipta yfir í náttúrulegar vörur og fækka þannig kemískum efnum sem hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks og umhverfið.
Með því að velja Rahua færðu algjörlega hreinar vörur með frábærri virkni og sparar þér leitina að hinum „fullkomnu“ náttúrulegu vörum.
