Rahua – Tær fegurð frá Amazon

Góð heilsa snýst að miklu leiti um það að koma fram við sig og líkama sinn af virðingu. Hollt og gott mataræði eru þar sjálfsagður hlutur en að að velja náttúrulegar vörur fyrir líkamann og umhverfið tel ég ekki síður mikilvægt.

Rahua vörurnar eru þekktar fyrir algjöran hreinleika í innihaldsefnum og óviðjafnanlega virkni. Vörurnar eru gerðar úr náttúrulegum og lífrænum jurtaafurðum og eru að sjálfsögðu lausar við eiturefni og óæskileg efni á borð við paraben, sílíkon, sulföt, glúten, dýraafurðir o.fl.

Rahua bjó til nýja línu snyrtivara sem er ekki einungis lífræn og fair trade heldur symbiotic. Symbiotic stendur fyrir að allar þær jurtur sem notaðar eru í Rahua vörurnar vaxa villt í ósnortnum skógi Amazon og eru handunnar eftir æfagömlum aðferðum innfæddra. Með þessu styrkir Rahua stöðu og hagkerfi innfæddra í Amazon, gerir þeim kleift að halda búsetu sinni þar áfram og hagnast á æfagömlu aðferðum sínum við uppskeru og nýtingu á afurðum skógarins. Ásamt því að standa vörð um regnskóginn, en 1 flaska af Rahua olíu varðveitir 1 hektara af landi skógarins.


Upphaf Rahua

Fabian Liguin, vel þekktur hárgreiðslumaður í New York, ferðaðist sem umhverfissinni til Amazon regnskógarins til að fræða innfædda um land- og mannréttindi sín. Hann veitti því athygli að hann var umkringdur konum með afar fallegt, sítt, glansandi og heilbrigt hár. Konurnar í ættbálknum sögðu honum að leyndarmálið að baki þessu heilbrigða hári lægi í Rahua olíunni. Öldum saman höfðu meðlimir ættbálkssins treyst á Rahua olíuna til að næra húð sína og hár.Fabian fékk flösku af olíunni með sér sem kveðjugjöf frá ættlbálknum. Hann gerði tilraunir með olíuna á viðskiptavinum hárgreiðslustofu sinnar á 5th Avenue í New York. Þar sá hann með eigin augum þurrt og líflaust hár umbreytast á stuttum tíma yfir í glansandi heilbrigt hár og sannaði fyrir sjálfum sér að Rahua olían hafði ótrúlega virkni og gerði sér grein fyrir því að hann væri með eitthvað alveg sérstakt í höndunum sem þyrfti að fara varlega með.

Quechua – Shuar ættbálkurinn framleiðir ennþá Rahua olíuna með sömu flóknu, frumstæðu og helgu aðferðunum. Fabian, sem hafði lengi stutt við frumbyggja Amazon regnskógarins lagði mikið upp úr því að halda þessu ferli óáreittu.   

Árið 2008 fékk Fabian konu sína, Anna Ayers, með sér og þar sameinuðu þau krafta sína og sérkunnáttu, Anna sem tískuhönnuður og stefnumótandi í New  York og Fabian sem hárgreiðslumaður. Saman þróuðu þau Rahua vörumerkið þar sem þau drógu saman vel varðveitta kunnáttu þessa magnaða fólks í einstaka vörulínu með algera sérstöðu, til þess að næra, lagfæra og fegra og samræmdist þeirra sýn um fegurð með tilgang.
Fleiri en 500 fjölskyldur frá Quechua-Shuar, Achuar og nálægum ættbálkum starfa með Fabian og Anna við uppskeru og sjálfbæra framleiðislu á tærum innihaldsefnum Regnskógarins fyrir Rahua vörurnar. Þannig styður Rahua við varðveislu Regnskógarins og líf innfæddra þar.